Brúðkaupsplönun 101
Brúðkaupsplönun 101
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Námskeið sem tilvonandi brúðhjón mega ekki láta framhjá sér fara. Það er hannað fyrir brúðhjón sem vilja hafa allar upplysingar sem þau þurfa til að fara inn í brúðkaupsskipulagið með meira öryggi og minni óvissu. Við munum fara yfir alla tímalínuna, hvað þarf að bóka, praktísk atriði og fleira sem er gott að huga að í skipulaginu og á brúðkaupsdeginum sjálfum og að námskeiði loknu fáið þið brúðkaupsplönunar handbók til að taka með heim.
ATH. Hægt er að sækja um styrk í gegnum stéttarfélag fyrir þessu námskeiði!
Markmið með þessu námskeiði er að brúðhjón:
- Öðlist aukið sjálfstraust í skipulaginu
- Finni fyrir meiri tilhlökkun og minni kvíða
- Hafi góða hugmynd um hvað gerist á brúðkaupsdegi og hvað þarf að huga að
- Geti tekið upplýstar ákvarðanir í skipulaginu
Fræðslan er undir handleiðslu brúðkaupsplanara sem hefur sérhæft sig í stjórnun brúðkaupa og er með 3 ára reynslu af skipulagningu brúðkaupa.
Hvað er innifalið?
Staðnámskeið
- 4 tíma námskeið og umræða (gildir fyrir parið)
- Veglegur taupoki með afsláttum og fleira frá frábærum söluaðilum
- Falleg stílabók og penni til að plana fullkomna daginn
- Kóði fyrir template á netinu frá okkur með tímalínum og fleiri nauðsynlegum skipulagsskjölum (að andvirði 12.000kr)
- Brúðkaupsplönunar handbók sem inniheldur allt sem við fórum yfir á námskeiðinu
- Kaffi, vatn og nart
Netnámskeið
- 3 Tíma netnámskeið og stutt umræða (gildir fyrir parið)
- Kóði fyrir template á netinu frá okkur með tímalínum og fleiri nauðsynlegum skipulagsskjölum (að andvirði 12.000kr)
- Brúðkaupsplönunar handbók sem inniheldur allt sem við fórum yfir á námskeiðinu
Hvenær?
Hentug tímasetning til að taka námskeiðið er áður en þið byrjið að plana eða eruð komin stutt inn í skipulagin en það mun þó nýtast þeim sem eru lengra komnir líka.
Hægt er að velja á milli netnámskeiðs sem er í 3 tíma eða staðnámskeið sem er í 4 tíma og er haldið á Mýrin Brasserie við Seljaveg 2, 101 Reykjavík. Á staðnámskeiðinu verður boðið uppá kaffi og nart frá Hygge svo alls ekki missa af því.
Næstu námskeið
13. september - klukkan 12 til 16
14 september - klukkan 15 til 18 (netnámskeið)