Fjárhagsáætlun fyrir brúðkaup
Fjárhagsáætlun fyrir brúðkaup
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Það er loksins komið, fjárhagsáætlun sem mun hjálpa ykkur að reikna út hvað drauma brúðkaupið ykkar kostar! Hér hafið þið viðmiðunar verð fyrir hvern einasta lið brúðkaupsis, frá kirkju, prest, veislustjóra, tónlistarfólk og fullt fleira. Þið getið loksins áttað ykkur betur á hvað hlutirnir munu kosta og hvað þið þurfið mikið af pening í hvern lið. Auðvitað mun dagurinn ykkar kannski vera aðeins dýrari eða ódýrari en hjá öllum en það er gott að vita hvað algengustu verðin eru þegar kemur að þessum stóra degi.
Einnig er að finna hér form til að fylgjast með hvern þið eruð búin að ráða, hvað þið eruð búin að borga mikið og hvað á eftir að borga. Þið getið sett inn reiknings upplýsingar og fleira um hvern einasta aðila í deginum ykkar.
BÓNUS
Þið fáið líka áfengis reiknivél, þar sem þið getið reiknað út hvað allt áfengið á deginum ykkar mun kosta. Inn í skjalinu eru handheldir fjöldar miðað við reiknivél Vínbúðarinnar en hér geti þið líka borið saman verð á beljum og flöskum eða dósum og flöskum þegar kemur að bjór. Fullt af góðum ráðum fylgja líka hverjum lið.
Hvernig á að opna skjalið og hvar?
Best er að opna skjalið í Google sheets, það er frítt að stofna google aðgang og skjalið er sett upp þar en það ætti líka að virka í Excel. Eftir að þið eruð búin að opna það setjið þið bara inn áætlaðan gestafjölda og lengd veislu og hvað þið eruð tilbúin að eyða í hvern lið. Það tekur ekki lengri tíma enn það að áætla verð stóra dagsins ykkar.
Share

